Núvitund - 8 vikur - 19.febrúar 2020
Næsta námskeið hefst 19. febrúar 2020
Þetta námskeið er ekki fyrir inniliggjandi dvalargesti.
Námskeið í núvitund við verkjum, kvíða, þunglyndi og streitu. Námskeiðið tengir saman núvitund og hugræna atferlismeðferð.
Unnið er í lokuðum hópum 12-16 einstaklinga. Kennt er í átta skipti, einu sinni í viku í tvo tíma í senn. Þátttakendur þurfa að gera ráð fyrir daglegum heimaæfingum á milli tímanna.
Kennt er á miðvikudögum kl. 15:30 - 17:30. - Þögull laugardagur verður 21. mars