Núvitund - 8 vikur - 19.febrúar 2020

Næsta námskeið hefst 19. febrúar 2020 

Þetta námskeið er ekki fyrir inniliggjandi dvalargesti.

Námskeið í núvitund við verkjum, kvíða, þunglyndi og streitu. Námskeiðið tengir saman núvitund og hugræna atferlismeðferð.

Unnið er í lokuðum hópum 12-16 einstaklinga. Kennt er í átta skipti, einu sinni í viku í tvo tíma í senn. Þátttakendur þurfa að gera ráð fyrir daglegum heimaæfingum á milli tímanna.

Kennt er á miðvikudögum kl. 15:30 - 17:30.  - Þögull laugardagur verður 21. mars

Heilsuhelgi með Geir Gunnari Markússyni næringarfræðingi

29. nóvember - 1. desember eða 6.-8. desember- Námskeiði er lokið

Hressandi en um leið afslappað námskeið í umhverfi Heilsustofnunar

Frábært tækifæri til þess að njóta lífsins og setja heilsuna í forgang.

Geir Gunnar mun kenna þátttakendum að:

  • bera ábyrgð á eigin heilsu
  • leggja áherslu á holla næringu og reglulegar máltíðir
  • gæta að góðri meltingu
  • gera hreyfingu að daglegri venju
  • setja svefninn í forgang
  • styrkja sig andlega
  • setja sér skýr heilsumarkmið
  • tileinka sér einfaldar reglur í heilsusamlegum lífsstíl

Myndsköpun

Næsta námskeið - dagsetning í vinnslu

Námskeið í myndsköpun er byggð á sálfræðikenningum C.G. Jungs.

Leiðbeinandi er Gréta Berg hjúkrunarfræðingur og myndlistarkona. Námskeiðið er haldið á laugardegi frá kl.9-15 og sunnudegi frá kl.10-12

Verð fyrir dvalargesti er 8.000 kr. og verð fyrir utanaðkomandi er 16.000 kr. og með gistingu 20.000 kr.

Komdu með - betra líf allan ársins hring

7 daga heilsunámskeið dagana 14.-21. janúar 2018 - ATHUGIÐ AÐ NÁMSKEIÐI ER LOKIÐ

Hressandi sjálfstyrkingarnámskeið fyrir þá sem vilja koma sér af stað, setja sér markmið varðandi hreyfingu og mataræði og huga að andlegri líðan.

      

Vilt þú gerast hollvinur Heilsustofnunar?