Jógakennaranám í vatni
Námskeiði er lokið
Jóga í vatni eru mildir og endurnærandi tímar fyrir líkama, huga og sál. Vatnið mýkir vöðva og liði og hjálpar okkur að auka sveigjanleika okkur á mildan hátt. Í hverjum tíma er upphitun, jógaæfingar, fljótandi slökun og hugleiðsla í heitum potti í lokin.
Hefur þú áhuga á að læra jóga í vatni?
Þann 4. september nk hefst alþjóðlega viðurkennt kennaranám í Jóga í vatni. Það verður kennt á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði og er kennt í 7 lotum. Hver lota hefst á föstudegi og endar á sunnudegi.