Námskeiði er lokið.
Streitumeðferð og fræðsla fyrir dvalargesti
Fjögurra vikna námskeið er fyrir þá sem glíma við alvarleg streitueinkenni og/eða kulnun í starfi eða einkalífi.
Innritun 1 | Fyrsti tími | Útskrift |
þri - mið. | Fimmtudagur | þri. - mið |
Á þessu námskeiði eru lokaðir hópar með 12-16 dvalargestum. Kennt er í fjórar vikur, átta skipti í tvo samfellda tíma í senn. Gert er ráð fyrir að þátttakendur vinni heimaæfingar á milli tímanna. Boðið er upp á einkaviðtöl á námskeiðinu.
Alvarleg streita er að verða stöðugt stærra vandamál í íslensku þjóðfélagi og rannsóknir sýna að stærsti hópurinn sem þjáist af alvarlegum streitueinkennum er á aldrinum 45-65 ára. Afleiðingar þess geta haft veruleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu og leitt til örorku.
Á námskeiðinu er einnig hugað að hollri og góðri næringu, hæfilegri hreyfingu og slökun.
Hvað lærist?
- Að þekkja eigin streituvalda
- Að þekkja eigin streitueinkenni
- Kynnast leiðum til að losa okkur við lítið gagnlega vana
- Að sættast við okkur eins og við erum, í stað þess að dæma okkur
- Nýjar aðferðir til að takast á við óhjákvæmilega streitu í lífinu
- Tenging mataræðis og streitu
Kennari og umsjón: Margrét Grímsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Námskeiðunum fylgja kennslugögn og verkefnabók
Ef þetta vekur forvitni þína og þú telur að þessi námskeið gætu hentað þér er hægt að hafa samband við innlagnaritara í síma 483 0300 virka daga kl. 10-12.
Einnig má senda tölvupóst á beidni(hja)heilsustofnun.is