Náttúrulækningafélag Íslands (NLFÍ) í samvinnu við Arkitektafélag Íslands (AÍ) efnir til opinnar hugmyndasamkeppni um enduruppbyggingu Heilsustofnunar (HNLFÍ) og framtíðarskipulag á landi NLFÍ í Hveragerði þar sem starfsemi Heilsustofnunar er rekin, samkvæmt keppnislýsingu þessari og gildandi samkeppnisreglum AÍ.

1. nóvember 2019

Í dag var undirritaður samningur milli Náttúrulækningafélags Íslands og Sagafilm um gerð heimildarmyndar um Jónas Kristjánsson lækni, stofnanda Náttúrulækningafélags Íslands og síðar Heilsustofnunar í Hveragerði. Unnið hefur verið að undirbúningi myndarinnar um nokkurra ára skeið. Í heimildarmyndinni verða gerð skil á æviskeiði Jónasar, læknisstörfum á Héraði, þar sem hann hóf feril sinn, og í Skagafirði þar sem hann var héraðslæknir á árunum 1911-1938 en þar var Náttúrulækningafélagið stofnað á Hótel Tindastóli árið 1937.

Nokkur störf eru í boði um þessar mundir. Nánari upplýsingar um ofantalin störf veitir Aldís Eyjólfsdóttir starfsmannastjóri í síma 4830300 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Nánar má sjá þau hér

Bæjarhátíðin Blóm í bæ verður um helgina og Heilsustofnun verður með opið hús á morgun frá kl.14:00-15:30 allir velkomnir - Alma Möller landlæknir kemur í heimsókn og ávarpar gesti í Matstofu Jónasar.