Við birtum hér viðtal við forstjóra Heilsustofnunar, Þóri Haraldsson, þann 14. janúar sl. í Morgunblaðinu.

Drög hafa verið lögð að byggingu nýrrar byggingar fyrir meðferðarstarf á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði og er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Er nú unnið að þarfagreiningu og útfærslu á ýmsum hugmyndum sem fyrir liggja. Í dag er meðferðarstarfið, það er læknastofur, sjúkraþjálfun, nuddaðstaða, líkamsrækt og fleira slíkt, í elstu húsum stofnunarinnar, sem reist voru fyrir nærri 70 árum og svara ekki kröfum dagsins í dag, Ráðgert er að reisa um 2.800 fermetra byggingu á tveimur hæðum og sameina faglega endurhæfingu, meðferð og fræðslu í einu húsi. Áætlaður kostnaður við framkvæmdir er 1,5 milljarðar króna.

COVID hefur gjörbreytt hópnum sem glímir við streitu, fólk sem var í kulnun fékk hlé og aðrir lentu í vanda. Á Heilsustofnun fær þetta fólk að einblína á batann.

Margrét Grímsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, segir mjög breiðan aldurshóp koma til dvalar á Heilsustofnun og að hópur dvalargesta sé sífellt að yngjast. Þangað komi fólk í endurhæfingu meðal annars vegna langvinnra verkja, offituog efnaskiptasjúkdóma, streitu, kulnunar og geðrænna vandamála eins og kvíða og þunglyndis.

Þorsteinn Hallgrímsson er einn af þeim sem hafa greinst með COVID-19 sjúkdóminn. Síðan þá hefur hann glímt við alvarleg eftirköst.

Ég greindist í lok mars. Inga konan mín og 19 ára sonur okkar greindust á svipuðum tíma. Hann jafnaði sig fljótt og Inga hefur endurheimt um 80-90% af heilsu. Sjálfur var ég ekki svo heppinn.“ Einkenni Þorsteins voru ódæmigerð sem varð til þess að hann greindist seinna. „Ég þjáðist af magakrampa og hélt engu niðri. Kona mín minntist á þetta í eftirlitssamtali og eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði mig var ég lagður inn og loks greindur.“

Talið er að um þriðjungur fullorðinna þjáist af svefnleysi einhvern tímann á ævinni og um tíu til fimmtán prósent þrói með sér langvarandi svefnleysi. Hugræn atferlismeðferð (HAM) er árangursrík meðferð við svefnleysi.

Sigríður H. Kristjánsdóttir greindist með COVID-19 þann 8. mars. Hún var veik í fimm vikur og hefur glímt við mikil eftirköst síðan. Hún segir dvölina á Heilsustofnun í Hveragerði hafa haft gríðarlega jákvæð áhrif á líðan sína.

Sigríður var svo ólánsöm að vera ein þeirra sem veiktust mjög alvarlega og var lögð inn á spítala.