26 May

Námskeið í samkennd fyrir dvalargesti

Fjögurra vikna námskeið verða í boði 1. mars 2017 og 6. september 2017.  

 Innritun Kynningarfundur Fyrsti tími Útskrift
Mán. - þri. Miðvikudagur Fimmtudagur Mán. - þri.
 27. / 28. febrúar 1. mars 2. mars 27. / 28. mars
4. / 5.sept 2017 6.sept 7.sept 2. /3. okt
       
       

Á þessu námskeiði eru lokaðir hópar með 10-16 dvalargestum. Kennt er í fjórar vikur, átta skipti í tvo samfellda tíma í senn, auk þess sem þátttakendur þurfa að leggja á sig umtalsverðar heimaæfingar á milli tímanna.

Lesa meira ...
21 Mar

Úr fjötrum kvíðans

Hugræn atferlismeðferð

7 daga fræðsla og dvöl dagana 6.-13. nóvember 2016

Kvíði er eðlileg mannleg tilfinning sem knýr okkur til að vera á varðbergi, tilbúin að bregðast við yfirvofandi hættu. Hjá mörgum verður þó kvíðaviðbragðið of virkt, þ.e. hættuástandið er ofmetið og manneskjan finnur oftar fyrir kvíða en tilefni eða aðstæður eru til. Kvíðaraskanir eru margskonar og eru þær helstu almenn kvíðaröskun, ofsakvíði, afmörkuð fælni, félagsfælni/kvíði, heilsukvíði, áráttu- og þráhyggjuröskun og áfallastreituröskun. Kvíðaraskanir eru mun algengari en flestir halda. Um þriðjungur fólks fær kvíðaröskun einhvern tíman á lífsleiðinni og algengt er að þjást af fleiri en einni kvíðaröskun.

Lesa meira ...
01 Aug

Núvitund – mindfulness, 8 vikur

Átta vikna námskeiðið hefst 14. september 2016 til 2. nóvember.

Námskeið í núvitund við verkjum, kvíða, þunglyndi og streitu. Námskeiðið tengir saman núvitund og hugræna atferlismeðferð.

Unnið er í lokuðum hópum 12-16 einstaklinga. Kennt er í átta skipti, einu sinni í viku í tvo tíma í senn. Þátttakendur þurfa að gera ráð fyrir um klukkustundar löngum heimaæfingum á milli tímanna, þ.á.m. daglegar hugleiðsluæfingum.

 

Kennt er á miðvikudögum kl. 15:30 - 17:30.

Lesa meira ...
01 Aug

Ritmennska - skapandi aðferð

21.-23. október 2016 og 27.-29. janúar 2017

Getur það hjálpað einstaklingum að skrifa sig frá erfiðum tilfinningum?

Helgarnámskeið frá föstudegi til sunnudags, Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur leiðir þátttakendur í að nálgast skapandi skriflega lýsingu á andlegri líðan.

Lesa meira ...
01 Aug

Sorgin og lífið - ástvinamissir og áföll

Vikudvöl fyrir þá sem hafa orðið fyrir ástvinamissi og eru að vinna úr sorg sinni - 2.-9.október og 5.-12. febrúar

Sorg er eðlileg í kjölfar ástvinamissis en oft gerist það að sá sem syrgir á erfitt með að vinna sig til sáttar í sorgarferlinu. Fyrsta árið er flestum sérstaklega erfitt þar sem við upplifum allt það „fyrsta án...” og það krefst sérstaklega mikils af okkur. Sorgin hefur ólíkar birtingarmyndir en einkenni geta verið líkamleg (höfuðverkur, svefntruflanir, meltingartruflanir og skortur á orku og frumkvæði) og tilfinningaleg (depurð, leiði, reiði, kvíði, hræðsla), hugræn og félagsleg(óþægindi og óöryggi í félagslegum samskiptum).

Lesa meira ...
01 Aug

Komdu með - betra líf allan ársins hring

7 daga heilsunámskeið dagana 8.-15. janúar 2017

Hressandi námskeið fyrir þá sem vilja koma sér af stað, setja sér markmið varðandi hreyfingu og mataræði og huga að andlegri líðan.

Lesa meira ...
01 Aug

Líf án streitu

Námskeiðið Líf án streitu- lærðu að njóta lífsins - 7 daga heilsudvöl 11.-18. september 2016

Streita birtist í ýmsum myndum. Hún getur komið fram í líkamlegum einkennum, hugsun, hegðun og tilfinningalegum viðbrögðum.

Lesa meira ...

Réttur dagsins

Fimmtudagur 27. október

Svartbaunahakkabuff með brúnni sósu steiktum lauk rauðkáli og sætum kartöflum

Sveppasúpa

Salatbar

Skoða matseðil vikunnar

Hvernig ber ég mig að?

 • Læknisfræðileg endurhæfing

  Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

  Skoða nánar
 • Almenn heilsudvöl

  Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

  Skoða nánar
 • Námskeið og fræðsla

  Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

  Skoða nánar

European Spas Association

espa winner2015 heilsustofnun