Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Dagskrá og fræðsla

Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði. Áhersla er lögð á að gestir fái góða fræðslu sem nýtist þeim áfram þegar snúið er heim eftir dvöl á Heilsustofnun. 

Kynntu þér dagskrána

Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Á Heilsustofnun býðst þér

 • fyrsta flokks fagleg endurhæfing eftir veikindi og áföll
 • að læra að bera ábyrgð á eigin heilsu, andlegri og líkamlegri
 • að bæta færni þína og þátttöku í daglegu lífi
 • að njóta nýjustu og bestu aðferða í nútíma læknisfræði og náttúrulækninga
 • að njóta heilsueflingar með hvíldar- og hressingardvöl
 • heilsuefling í rólegu og þægilegu umhverfi fjarri amstri hversdagsins
 • frábært umhverfi til hreyfingar og afslöppunar
 • fyrsta flokks lífrænt mataræði án allra aukaefna
26 May

Gjörhyglinámskeið 7. september 2016

Fjögurra vikna námskeið í gjörhygli – núvitund 

(Mindfulness based cognitive therapy/stress reduction)

Námskeið í gjörhygli tengir saman hugræna atferlismeðferð og hugleiðsluæfingar. Gjörhygli er kerfisbundin þjálfun í að vera í núinu og vera meðvitaður um líkama, hugsanir og tilfinningar, augnablik eftir augnablik. 

Námskeiðið hefst 7. september 2016 á Heilsustofnun í Hveragerði.

Lesa meira ...
26 May

Námskeið í samkennd 2. nóvember 2016

Þann 2. nóvember 2016 hefst nýtt námskeið í samkennd. Á þessu námskeiði eru lokaðir hópar með 10-16 dvalargestum. Kennt er í 8 skipti í tvo samfellda tíma í senn, auk þess sem þátttakendur þurfa að leggja á sig umtalsverðar heimaæfingar á milli tímanna.

Þetta námskeið er enn í þróun og byggist annars vegar á gjörhygli og hins vegar á þjálfun í samkennd (compassionate mind training) út frá kenningum prófessors Paul Gilbert.

Lesa meira ...
03 May

Námskeið fyrir bændur og annað áhugafólk um lífræna aðlögun, framleiðslureglur, leiðbeiningar, eftirlit, vottun, aðlögunarstuðning, vinnslu og markaðssetningu lífrænna afurða.

 • Reykjavík, föstudaginn 6. maí 2016, kl. 11.00-16.00, Þarabakka 3 (3.h.), 109
 • Reykjavík (í Mjóddinni; næg bílastæði t.d. nærri Breiðholtskirkju).
 • Námskeiðsgjald er kr. 20.000. Innifalið í námskeiðinu er prentað fræðsluefni, allar glærur og eintak af Reglum Túns um lífræna framleiðslu, auk veitinga.

Tilkynningar um þátttöku skal senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir kl. 12.00 fimmtudaginn 5. maí.

Nánari upplýsingar veita Ólafur Dýrmundsson (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) og Gunnar Á. Gunnarsson (s. 511 1330 & 820 4130).

Lífræna akademían er samstarfsvettvangur þriggja fag- og hagsmunaaðila á sviði lífrænnar framleiðslu:

Bændasamtök Íslands, Verndun og ræktun og VOR Vottunarstofan Tún ehf.

25 Jun

Grasaferð í þágu Heilsustofnunar NLFÍ

Fimmtudaginn 7. júlí n.k. verður farin grasaferð til að safna jurtum fyrir heilsute Heilsustofnunar. Grasaferðin verður í göngufæri við Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði.

Leiðbeinandi er garðyrkjustjóri Heilsustofnunar, Jónas V. Grétarsson.

Lesa meira ...