Náttúrulækningafélag Íslands (NLFÍ) í samvinnu við Arkitektafélag Íslands efndi í janúar 2020 til opinnar hugmyndasamkeppni um enduruppbyggingu Heilsustofnunar NLFÍ og framtíðarskipulag á landi NLFÍ í Hveragerði. Alls bárust 11 tillögur í samkeppnina og voru niðurstöður kynntar 3. júlí 2020 í Hveragerði.​

Hugmyndasamkeppni um framtíðaruppbyggingu á landi NLFÍ í Hveragerði – úrslit kynnt föstudaginn 3. júlí  kl. 15:00

Náttúrulækningafélag Íslands (NLFÍ) í samvinnu við Arkitektafélag Íslands (AÍ) efndi í janúar 2020  til opinnar hugmyndasamkeppni um enduruppbyggingu Heilsustofnunar (HNLFÍ) og framtíðarskipulag á landi NLFÍ í Hveragerði þar sem starfsemi Heilsustofnunar er rekin. Leitast var eftir tillögum að heildarskipulagi sem innifelur m.a. endurnýjun á núverandi húsnæði Heilsustofnunar í áföngum, að hluta til eða öllu leyti. Dómnefndarfulltrúar voru tilnefndir af verkkaupa og Arkitektafélagi Íslands og hófust dómstörf í júní 2020 eftir að skilafresti tillagna lauk.

Meðferð í læknisfræðilegri endurhæfingu er að lágmarki fjórar vikur og er háð því skilyrði að læknir sendi inn beiðni fyrir dvöl.

Almennar ráðleggingar sóttvarnalæknis um handþvott, sprittun almennar sóttvarnir gilda. Þá munu heimsóknir til dvalargesta og heimferðir á dvalartíma verða takmarkaðar. Lokað er fyrir almenning. Þessar áherslur munu taka breytingum í takt við leiðbeiningar heilbrigðisyfirvalda.

Athugið að fólk getur ekki komið inn á Heilsustofnun:

  • Ef það er nýkomið til landsins eða hefur umgengist einstakling sem er nýkominn að utan. Það þurfa að líða amk tvær vikur eftir komu þar til fólk má koma hingað inn.
  • Ef fólk finnur fyrir einkennum og athugið að þetta gildir jafnt um dvalargesti, starfsfólk, gesti dvalargesta og íbúa við Lækjarbrún.
  • Einnig skal forðast umgang við fólk með hósta eða kvefeinkenni.



Símatími fyrir innlagnir er kl.10 - 12 á virkum dögum.