Jákvæð, sanngjörn og virkjar sjúkraliða

Sjúkraliðafélag Íslands hefur valið Margréti Grímsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, „Fyrirmyndarstjórnanda ársins 2014.“ Viðurkenningin var afhent við sérstaka athöfn á stofnuninni. Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands, flutti ávarp og sagði frá vali félagsins, en þessi viðurkenning var veitt í fyrsta sinn í fyrra. Hann sagði það skipta öllu máli fyrir sjúkraliða að hafa jákvæða stjórnendur.

Gjafabréf á Heilsustofnun er góður kostur fyrir þá sem vilja styðja við sína nánustu sem koma til dvalar á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði til lengri eða skemmri tíma og hentar við öll tækifæri. Gjafabréf með upphæð að eigin vali og hægt að nýta sem innborgun fyrir dvöl í læknisfræðilega endurhæfingu, heilsudvöl, námskeið eða stakar meðferðir.

Sunnudaginn 28. júní var haldin afmælishátíð í tilefni 60 ára afmæli Heilsustofnunar. Um 700 manns heimsóttu "Heilsuhælið" og við skulum öll muna að við Berum ábyrgð á eigin heilsu. 

Við þökkum öllum fyrir frábæran dag saman og smellum hér inn myndum sem teknar voru af tilefninu.

Heilsustofnun hefur lengi haldið fram skaðsemi viðbætta sykursins. Alltaf eru að koma fram betri sannanir fyrir skaðsemi sykursins. Er nú svo komið að stór hluti þeirra matvara sem við neytum er uppfullur af sykri. 

Nýlega kom út bókin „Fat change“ eftir prófessor Robert Lustig en hann heldur því fram að sykur hinn mesti skaðvaldur í fæði okkar. Hann gengur mjög hart fram um ógnina sem okkur stafar af mikilli sykurneyslu. Bók hans fjallar um hinn falda sannleik um sykur, offitu og lífsstílssjúkdóma.

Hér má nálgast umfjöllum um þessa bók:
http://ruv.is/heilbrigdismal/sykur-jafn-mikil-heilbrigdisogn-og-tobak