Yfirsjúkraþjálfari á Heilsustofnun í Hveragerði

Staða yfirsjúkraþjálfara er laus til umsóknar. Heilsustofnun er ein stærsta endurhæfingarstofnun landsins og veitir árlega 1350 einstaklingum endurhæfingarþjónustu skv. samningi við Sjúkratryggingar Íslands.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Fagleg ábyrgð á sjúkraþjálfun
  • Daglegur rekstur deildar
  • Almenn sjúkraþjálfun
  • Fræðsla til dvalargesta
  • Þátttaka í þverfaglegu teymisstarfi

 Menntunar og hæfniskröfur

  • Íslenskt starfsleyfi
  • Faglegur metnaður
  • Góð færni í íslensku
  • Reynsla af stjórnun er kostur
  • Framúrskarandi samskiptahæfni

 

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 15. júní. Umsóknarfrestur er til 15. maí 2024.

Möguleiki er á húsnæði á staðnum og einnig er starfsmannarúta til og frá Olís við Rauðavatn í Reykjavík.

Umsóknir með ferilskrá sendist til mannauðsstjóra, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Nánari upplýsingar veitir Aldís Eyjólfsdóttir mannauðsstjóri, aldis@heilsustofnun .is