Þægindi og gott aðgengi í einstakri náttúru

– góð þjónusta og heilsusamlegur lífsstíll

Þjónustuhúsin við Lækjarbrún við Heilsustofnun veita gestum tækifæri til að njóta lífsins í faðmi einstakrar náttúru og hafa jafnframt aðgang að margvíslegri þjónustu Heilsustofnunar. Húsin eru sérstaklega glæsileg en þau eru byggð af Íslenskum aðalverktökum (ÍAV) og hönnuð af Hróbjarti Hróbjartssyni arkitekt hjá VA arkitektum. Hönnunin tekur sérstakt mið af þörfum 50 ára og eldri en henta þó að sjálfsögðu öllum aldurshópum. Þau eru staðsett rétt hjá Heilsustofnun.

Rómuð náttúrufegurð, friðsæld og nálægð við hvers kyns þjónustu og heilsurækt eru nokkrir af helstu kostum íbúðanna. Fallegar gönguleiðir eru allt í kring, golfvöllur og margvísleg afþreying á svæðinu sem og kyrrð smábæjarins – allt þetta hjálpar til að gera staðinn að miklum sælureit.

Frekari upplýsingar 
Hægt er að fá upplýsingar um þjónustuíbúðirnar á Heilsustofnun NLFÍ, hjá Guðrúnu Friðriksdóttur þjónustustjóra eða hjá Inga Þór Jónssyni almannatengslafulltrúa, í síma 483 0300. 

Við kaup á þjónustuíbúðum við Lækjarbrún gerast kaupendur aðilar að samningi við HNLFÍ þar sem þeir fá aðgang að viðamikilli þjónustu HNLFÍ gegn greiðslu mánaðarlegs grunngjalds. Veitt þjónusta og aukagjöld má sjá í þjónustusamningnum. Hægt er að skoða samninginn.