Jóga, slökun og núvitund með Ellen og Esther. 25.-27. október - UPPSELT

Helgarnámskeið frá föstudegi til sunnudags þar sem lögð er áhersla á jóga og slökun en einnig núvitund og að njóta náttúrunnar í heilandi umhverfi Heilsustofnunar í Hveragerði.

Gisting og ljúffengt heilsufæði er innifalið ásamt Gisting og ljúffengt heilsufæði innifalið ásamt aðgengi að allri aðstöðu.

Sjá auglýsingu pdf

Sjá dagskrá pdf

 

Leiðbeinendur:

Ellen S. Halldórsdóttir, kennari og jógakennari, hefur lokið 560 tíma námi í Jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar árið 2014 og kennt jóga sl. 10 ár. Hún hefur einnig stundað núvitund frá árinu 2018.Ellen kennir og leiðir jóga þar sem áhersla er lögð á öndun og mjúkar teygjur. Hún tengir núvitund í æfingarnar sem hjálpa til við að finna innri frið, losa streitu og auka jafnvægi. Markmiðið er að hvíla hugann, næra líkama og sál og njóta þess að vera á stað og stund. 

Esther T. Halldórsdóttir er hjúkrunarfræðingur og starfar á Heilsustofnun NLFÍ. Hún er jógakennari, hefur lokið 240 tíma jógakennaranámi auk 20 tíma kennaranámi í Jóga Nidra hjá Jógastöðinni Yogatma og 65 stunda Jóga Nidra kennaranámi frá Kamini Desai, Amrid Yoga. Esther hefur einnig lokið leiðbeinandanámi í núvitund, Gong grunnnámi og útskrifaðist sem dáleiðari (Certified Hypnotist) frá Dáleiðsluskóla Íslands árið 2021.