Krossgötur

5.-11. maí, 20.-26. október 2019

6 daga námskeið frá sunnudegi til laugardags á Heilsustofnun í Hveragerði

  • Þetta námskeið er fyrir fólk á öllum aldri;
  • Langar þig að fá meira út úr lífinu
  • Finnst þér þig vanta breytingu eða stefnu
  • Vantar þig kjark til að stíga skrefið

Á námskeiðinu fá þátttakendur leiðsögn og hvatningu til að skilgreina það sem skiptir þá máli, setja sér markmið og koma þeim í framkvæmd.

Lögð verður áhersla á að draga fram eigin styrkleika og nýta þá til þess að láta drauma rætast.

Einnig verður hugað að mataræði, hreyfingu, slökun og hugleiðslu og leiðum til að auka gleðina í lífinu. 

Innifalið á námskeiðinu:

Gisting, ljúffengur og hollur matur, fræðsla og hóptímar, núvitund, jóga og göngur, leikfimi eða vatnsþrek, aðgangur að sundlaugum/baðhúsi og líkamsræktarsal. Einnig er  val um eina meðferð; partanudd, leirbað, heilsubað eða nálastungur.

Umsjón;

  • Matti Ósvald – markþjálfi og heilsuráðgjafi
  • Margrét Grímsdóttir – hjúkrunarfræðingur
  • Geir Gunnar Markússon – næringarfræðingur
  • Þóra Sif  - íþróttafræðingur

Verð 165.000 kr.

Nánari upplýsingar og skráning í síma 483 0300 og á www.heilsustofnun.is