Aukið frelsi - aukin hamingja

Helgarnámskeið 30.júní - 2. júlí 2017 - Rósa Richter sálfræðingur og listmeðferðarfræðingur

Námskeiðið hentar þér;

ef þú hefur endurtekið reynt að breyta óæskilegri hegðun eða mynstri en hefur svo dottið í sama farið aftur og aftur, og þú ert tilbúin/nn að takast á við vandann.

Námskeiðið mun gera þér kleift að öðlast dýpri skilning á því sem liggur á bak við hegðunina. 

Rósa mun veita fræðslu um hvernig skaðleg hegðun verður til, hvernig hún festist í sessi og hvaða leiðir hafa reynst best til að vinna úr vandanum. Í EMDR úrvinnslunni, sem er partur af námskeiðinu, rifjast gjarnan upp minningar eða samhengi sem þú gerðir þér ekki grein fyrir, og þú öðlast nýjan og dýpri skilning á hegðuninni. Þetta leiðir oftast til aukinnar samkenndar í eigin garð. EMDR vinnan krefst þess ekki að þú deilir upplifun eða reynslu þinni með öðrum þátttakendum. Hver og einn ræður hverju hann deilir með hópnum. 

EMDR stendur fyrir "Eye Movement Desensitization and Reprocessing". Hér er tengill að síðu sem útskýrir hvað EMDR er: www.emdr.is 

-takast á við rót vandans. 

EMDR úrvinnsla er talin öflugasta og hraðvirkasta sálfræðimeðferðin sem boðið er uppá í dag til að vinna úr atvikum eða upplifununum sem áttu sér stað í fortíðinni en hafa ennþá áhrif á þig. Hegðunarmynstrið sem þú hefur átt erfitt með að losa þig við á að mestu líkum uppruna sinn í slíkri upplifun. 

-læra aðferð sem mun hjálpa þér að breyta hegðuninni.

Rósa mun kenna þér einfalda en mjög virka aðferð til að fást við erfiðar tilfinningar. Aðferðin byggir á því sem kallað er "Tapping" eða "Emotional Freedom Technique". Vísindalegar rannsóknir hafa sýnt fram á virkni þessarar aðferðar í að minnka kvíða, auka öryggiskennd, hjálpa í baráttunni við ýmsa fíkn og í að bæta sjálfsstjórn. 

-öðlast innri ró og frið með hjálp hugleiðslu og slökun.

Rósa mun veita fræðslu um hlutverk núvitundar í bættri líðan og kenna hugleiðsluaðferð sem einfalt er að tileinka sér og nota í daglegu lífi. Svo mun einnig vera boðið uppá yndislega gong-slökun með flothettum í sundlauginni. 

-hafa gaman, leika þér og sleppa tökunum. 

Það þarf ekki að vera leiðinlegt að vinna í sjálfum sér, og langt í frá! Á námskeiðinu verður sungið, dansað, leirað, málað, hlegið, tja... og jafnvel opnað á ýmsar tilfinningar. Listin kallar fram allan tilfinningaskalann og endurvekur barnið sem býr innra með okkur.

-láta dekra við þig:

Gefðu þér frí frá hversdags amstrinu, húsverkunum og eldamennskunni og láttu dekra við þig á Heilsustofnun. 

Verð: 

Námskeið með gistingu 42.000 kr.

Námskeið án gistingar 24.000 (morgun- og hádegisverður innifalinn)

Til að bóka, þá má senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja í síma 4830300

 

rosa richter

Um Rósu Richter

Rósa Richter er menntaður sálfræðingur og listmeðferðarfræðingur.

Nálgun hennar sameinar vestrænar meðferðir eins og EMDR og listmeðferðarfræði og aldargamlar leiðir eins og andlega iðkun, hugleiðslu, reiki heilun og jóga.

Undafarin ár vann Rósa sem sálfræðingur á Heilsustofnun ásamt því að reka sálfræðistofu í Reykjavík. Á því tímabili framkvæmdi hún rannsókn sem skoðaði rök fyrir meðferð sem sameinar EMDR og listmeðferð. Í framhaldinu af þeirri rannsóknarvinnu þróaði hún áfallameðferð fyrir hópa sem boðið var uppá á Heilsustofnun. Hóparnir voru mjög vinsælir og í vitnisburðum þeirra töluðu þátttakendur um djúpa og áhrifamikla vinnu í öruggu og hlýju umhverfi sem Rósa bauð uppá.

Rósa býr í Reykjavík og nánari upplýsingar má finna á https://www.rosarichter.net 

Þetta er helgarnámskeið frá föstudegi til sunnudags. Innifalið er ljúffengur og hollur matur, gisting í tvær nætur, fræðsla og hóptímar, slökun, aðgangur að sundlaugum/baðhúsi og líkamsrækt.